Upprifjun á Efni

Attention

Attention skiptist í directed (voluntary) attention og involuntary attention (soft fascination).

Directed Attention

The capacity to actively inhibit competing stimuli (distractions) by sustained application of inhibitory effort; susceptible to fatigue.

Þetta er vinnsluminnið í athyglinni sem samþættir markmið okkar og ákveður hverju við veitum athygli í umhverfinu.

Involuntary Attention

A spontaneous, effortless inhibitory response to sensory or intellectual stimuli based on interest.

Hluti athyglinnar þar sem við veljum ekki markvisst hverju við ætlum að veita athygli, heldur verðum bara var við eitthvað áhugavert og veitum því athygli eins lengi og við viljum.

Samantekt

Eftir að einbeita okkur of lengi (nota directed attention), eða vera áhyggjufull of lengi, verðum við þreytt í þeim hluta athyglinnar (kallast directed attention fatigue). Þá leitum við meira í involuntary attention hlutann. T.d. þegar maður er þreyttur í tíma og fer að stara út í loftið, eða taka eftir hreyfingu í kringum sig eða út um gluggann.

Attention Restoration Theory

ART (attention restoration theory) frá Kaplan segir að náttúrulegt umhverfi sé góður miðill til að hjálpa okkur að hvíla directed attention. Til þess býr hún yfir fjórum þáttum:

Being Away

Moving away from tired cognitive brain structures that have become fatigued through overuse

Náttúrulega umhverfið þarf að fjarlægja hugann okkar úr aðstæðunum sem eru að þreyta directed attention hlutann okkar.

Fascination

An effortless way of attending with involuntary attention

Það þarf að örva involuntary attention hlutann af athygli okkar. Þá getur directed attention hvílt sig á meðan hinn hlutinn er virkur.

Extent

Sufficient scope to sustain interaction for a period of time without boredom

Þarf að vera nógu vítt svið eða fjölbreytt svo að við verðum ekki leið á því strax.

Compatibility

Fit with a person’s inclinations and purposes to prevent use of mental effort

Þarf að höfða til þeirrar manneskju sem er að upplifa téð náttúrulegt umhverfi.

Samantekt

Kaplan héldu því fram að í náttúrulegu umhverfi eru fleiri fascinating áreiti sem grípa involuntary atyglina okkar á jákvæðan hátt. Þetta geta verið ský, vindhviða í gegnum plöntur, dýrahljóð osf.

Í manngerðu umhverfi eru hins vegar færri svona jákvæð áreiti, heldur erum við meira að miða athyglinni á ákveðna hluti: Að passa okkur að verða ekki fyrir bíl, að fylgjast með fólki í kringum okkur, að hafa áhyggjur af vinnu og ástarlífi o.s.f.

Þessar pælingar hljóma soldið eins og almennar pælingar með hugræna hvíld eftir að einbeita sér lengi. Manni er sagt að loka augunum, slökkva á huganum og leyfa hugsunum að þjóta fram hjá (ekki reyna að stjórna þeim) þannig að maður taki bara eftir þeim og leyfi þeim að fara. Hægt að líkja þessu við að slökkva á directed attention og láta involuntary attention taka við.

Rannsóknir á ART

Exposure to restorative environments helps restore attentional capacity (2005)

Þátttakendur tóku SART, horfðu á myndir, og tóku aftur SART. Þrjár tilraunir. Myndirnar voru kallaðar restorative og non-restorative, en ekki natural/manmade.

Gott að skoða PRS (Perceived Restorativeness Scale)

Tilraun 1

Ekki tölfræðilegur munur á hópum í fyrri próftöku. Allir horfðu á hverja mynd í 15s, helmingur á restorative og rest á non-restorative. Restorative hópur bætti sig en ekki non-restorative.

  • Restorative: Bætti sig í öllu nema IR (incorrect responses)

  • Non-restorative: Bætti sig bara í IR (incorrect responses)

Bara marktækur munur á reaction times milli hópa í seinni próftökunni.

Tilraun 2

Einn hópur sem í stað umhverfa horfði á geometric blobs. Þátttakendur bættu sig ekki marktækt milli fyrri og seinni SART próftöku.

Tilraun 3

Eins snið og tilraun 1 en þátttakendur mátti ákveða hvað þau horfðu lengi á hverja mynd. Mikill munur í hversu lengi fólk horfði á myndirnar (restorative: 7s, non-restorative: 5,1s, p < 0,05).

  • Restorative: Bættu sig í d-prime og correct responses

  • Non-restorative: Bættu sig í engu.

Ekki marktækur munur milli hópa í seinni próftöku. Í tilraun 3 ýtti þátttakendur á space bar til að fara á næstu mynd, og líka til að svara spurningum. Gæti hafa haft einhver áhrif á svartíma.

The Cognitive Benefits of Interacting With Nature (2008)

Comment: Ég náði í myndasafnið úr þessari og næstu (2013) tilraun. Urban myndirnar innihalda oft mikið af trjám og plöntum. Auk þess eru myndirnar í frekar lélegum gæðum, kringum 400x600 eða öfugt. Ekki mikil vinna lögð í þessi gagnasöfn!

Tilraun 2

Þátttakendur gerðu BDS (Backwards Digit Span), svo ANT (Attention Network Test), svo myndapása, svo aftur sömu próf. Komu svo aftur viku seinna og sáu andstæðan myndaflokk. Bara bæting í executive hluta af ANT, sem passar við ART. Myndir birtust í 7s í einu og fólk fékk ótakmarkaðan tíma til að gefa þeim svo einkunn.

  • Natural: Bættu sig í: Executive (ANT) (p=0.01), BDP (p=0.04)

  • Manmade: Ekki marktækur munur í Executive (ANT) eða BDP.

NOT JUST SCENERY: VIEWING NATURE PICTURES IMPROVES EXECUTIVE ATTENTION IN OLDER ADULTS (2013)

26 háskólaaldurs og 30 eldriborgarar gerðu BDP og ANT, svo myndir, svo sömu próf. Myndir birtust í 7s í einu og fólk fékk ótakmarkaðan tíma til að gefa þeim svo einkunn.

Bætingar:

  • Natural: BDP (p=0.004), Executive (ANT) (p<0.001), cohens d = 0.76 bæði fyrir eldri og yngri, og saman.

  • Manmade: BDP (p<0.001)

Tenging við okkar rannsókn

  • Tiltölulega sterk gögn sem styðja að langt exposure við náttúru hvíli directed attention. Er annar þáttur en örvun á involuntary attention, og almenn jákvætt hugarfar til náttúru, að hafa þessi áhrif? Sæum við einhver áhrif ef við einfaldlega upplifðum náttúru án þess að hún gripi athygli okkar?

Natural/Man-made flokkun

Í öðrum hluta af skynjunarsálfræði hafa rannsóknir fjallað um hvernig heilinn skynjar og þekkir umhverfið sitt. M.a. hafa rannsóknir séð að við getum ákveðið hvort ljósmynd sýni náttúrulegt eða manngert umhverfi jafnvel þótt hún birtist bara í örfáar millisekúndur.

Processing Scene Context (2006)

Í báðum tilraunum birtust myndir eftir að athygli áhorfenda var beint að kross á miðjum svörtum skjánum. Þær birtust bara í 26ms til að forðast exploratory eye movements. Áhorfendur gátu því flokkað með einföldu gist án þess að skota myndirnar vandlega. Skjárinn var alltaf annars svartur.

Tilraun 1

Go only tilraun þar sem þátttakendur sáu mynd og áttu eins fljótt og þau gátu að ýta á takka ef myndin var eitt umhverfa sem þau áttu að taka eftir (natural / man-made). Ekki marktækur munur á reaction times. Median reaction times voru:

  • man-made: 208ms

  • natural: 209ms

Tilraun 2

Go/no-go þar sem þau áttu bara að lyfta ef þau sáu rétt umhverfi (annaðhvort natural eða man-made). Truflarar voru úr andstæðu umhverfi.

  • man-made: Accuracy: 96.8%, False Negatives: 1%, False Positives: 6.6%, Reaction Times: 383ms/397ms (median/mean)

  • natural: Accuracy: 96.2%, False Negatives: 0.9%, False Positives: 5.4%, Reaction Times: 393ms/407ms (median/mean)

Ekki marktækur munur á heildardreifingu. Svartímum var skipt í 10ms bil. Enginn munur fannst innan hvers bils nema þess sneggsta (manmade: 288ms, natural: 313ms), möguleg skýring er fleiri diagnostic features í manmade umhverfum.

Getum miðað við ofangreindar niðurstöður þegar við ákveðum hversu lengi við sýnum myndirnar, en hafa ber í huga að þessar tilraunir voru framkvæmdir með litamyndir

Spatial frequency skynjun

  • Low spatial frequency: Hægar breytingar í sjón-umhverfi. Notum til að ákvarða í hvaða umhverfi við erum og staðsetningu hluta í umhverfinu.

  • High spatial frequency: Snöggar breytingar í sjón-umhverfi. Notum til að sjá smærri atriði: útlínur, áferð og til að bera kennsl á einsaka hluti.

Gist of a scene (2004)

Oliva og torralaba sýndu áreiti samansett af tveimur myndum, þar sem LSF hlutinn var eitt scene og HSF var annað scene. Þátttakendur sáu samþættu myndina í örskotsstund og áttu svo að velja hvaða mynd þau sáu. Þegar hybrid myndin var sýnd í 30ms matchaði fólk við LSF þáttinn en þegar myndir var sýnd í 150ms matchaði fólk við HSF þáttinn, þ.a. við greinum úr áreitunum mishratt.

Þar sem við fáum mismunandi upplýsingar um umhverfið úr mismunandi spatial tíðnum passar að við getum líka mishratt flokkað umhverfið sem við upplifum. Þar sem LSF er oftast notað til að ákveða umhverfi og staðsetningu kemur heim og saman að við séum fljótari að vinna úr þeim upplýsingum en úr HSF, sem fæst meira við útlínur og hlutkennsl.

Scene Perception (2013)

PPA (parahippocampal place area) og RSC (retrosplenial complex) eru heilasvæði sem bregðast bæði sterklega við myndum af umhverfi en ekki myndum af hlutum/andlitum. Þeim er sama um fjölda hluta í umhverfinu, en bregðast við spatial layout umhverfisins.

  • PPA: bregst við nýju sjónarhorni á sama umhverfi sem nýju umhverfi. Er samt sama þótt myndinni sé speglað á hvolf.

  • RSC: sér að það er sama umhverfið. Flokkar kannski umhverfið sjálft, en ekki sjónarhornið.

Líka mikilvægt að þekkja hlutina í umhverfi. LOC (lateral occipital complex) sérhæfir sig í að þekkja útlínur á hlutum og yfirflokka þeirra.

  • PPA: Ruglar saman mismunandi umhverfum með svipað spatial layout.

  • LOC: Ruglar saman sama umhverfi með mismunandi spatial layout.

Tenging við okkar rannsókn

  • Við erum fljót að flokka í natural/manmade umhverfi, þannig að við sjáum greinilega einhvern low-level mun á umhverfunum. Mun sá munur skila sér í attention restoration á örskotsstundu*

Rannsóknarspurning

Er annað en bara aukin virkni involuntary attention sem veldur hvíld á directed attention? Eitthvað primal við það að skynja náttúrulegt umhverfi yfir höfuð?

ART gengur út á að láta hugann reika í náttúrunni til að hvíla vinnsluminnið, en hvað er það við náttúrulegt umhverfi sem lætur involuntary attention ráfa svona? Líður okkur betur þar og getum því leyft huganum að reika, eða er það bara að náttúran grípur athyglina yfir höfuð?

Er það nóg að halda bara að maður sé að horfa á náttúrulegt umhverfi án þess að sjá hvað fyrirfinnst í umhverfinu, eða eru það hlutirnir sjálfir í umhverfinu sem hvíla vinnsluminnið?

  • LSF: Hjálpar okkur að ákvarða umhverfið sjálft. Ef við sjáum bara LSF vitum við uþb hvaða umhverfi er á myndinni. Þegar við sjáum náttúrulegar ljósmyndir í LSF ættum við því að vita að þetta sé náttúra og því kannski fá einhverja primal hvíld út af vellíðan.

  • HSF: Hjálpar okkur að þekkja hluti. Ef við sjáum bara HSF vitum við hvar allir einstakir hlutir eru í umhverfinu. Þá munum við kannski ekki sjá “náttúrulegt umhverfi” vs. “manmade umhverfi” heldur sjá tré, fjall, hús osf. Ef við sjáum hvíld þar er það merki um að heilt umhverfi sé óþarfi, heldur er nóg að sjá einstaka náttúrulega hluti.

Við víkjum frá fyrri rannsóknum af svipuðu tagi á eftirfarandi hátt:

  • Myndir sýndar stutt

  • Myndir ekki í lit

  • Síum út ákveðna spatial tíðni

Myndir sýndar stutt

Þetta gengur soldið þvert á hluta af ART (Attention Restoration Theory) þar sem sú kenning gerir ráð fyrir að við drekkum í okkur náttúrulega umhverfið hægt og rólega. Hins vegar, með því að taka út þann hluta kenningarinnar, erum við að prófa fyrir einhverja primal vellíðan tengda umhverfinu.

Myndir ekki í lit

Í Gist of the Scene (2004) töluðu Torralba og Oliva um að við værum mun fljótari að greina mun á manmade vs. natural þegar myndirnar voru í lit. Það gæti því verið að litur sé mikilvægur þáttur í þessari aukinni hvíld á directed attention. Ef við sjáum engan mun gæti það bent til þess að litur sé mikilvægur í ART.

Síum út ákveðna spatial tíðni

Við erum fljótari að þekkja umhverfi út frá LSF en við þekkjum hluti og útlínur með HSF. Ef annað hvort hefur meiri áhrif en annað gefur það vísbendingar um hvort umhverfið sjálft eða hlutirnir í því eru mikilvægari fyrir ART.